Friday, December 4, 2009

Afsakið hlé

Í stað þess að skrifa eitthvað uppbyggilegt er ég búinn að eyða seinustu tveimur vikum eða svo í að spila hinn stórgóða tölvuleik Arcanum: Of Steamworks and Magick Obscura. Þetta er hlutverkaleikur sem gerist í hefðbundnum fantasy heimi uppfullur af orcum, álfum, dvergum og fleiri furðuverum. Munurinn á þessum heimi og flestum öðrum er að þessi heimur er nýbúinn að ganga í gegnum iðnbyltingu. Borgir myndast og hinar ólíku verur eru allt í einu farnar að þurfa að læra að umbera aðrar verur með aðra heimssýn í þröngsetnum þéttbýlissamfélögum. Ekki nóg með þessar miklu samfélagsbreytingu heldur komust menn að því við þessa iðnbyltingu að galdrar sem aðferð til að beygja náttúruöflin og tækni sem aðferð til að beisla náttúruöflin, virka illa saman. Stórar vélar yfirgnæfa galdra í umhverfinu og öflugir galdrar trufla gang véla. Leikurinn hefst á því að ráðist er á stórt loftskip sem maður er um borð í og maður er sá eini sem lifir. Deyjandi maður lætur þig hafa hring og segir mikilvægt að hann komist á leiðarenda. Að þessu loknu er risavaxinn heimur Arcanum þér algjörlega opinn.

Leikurinn er hannaður af Tim Cain, sem er maðurinn á bakvið Fallout og eins og það gefur til kynna þá er leikurinn mjög vel skrifaður. Aðal sagan er spennandi og heimurinn er fullur af lifandi og skemmtilegum persónum. Framvinda leiksins er hæg og leikurinn er langur. Möguleikar á mismunandi spilun virðast ansi margir og ég geri ráð fyrir að spila leikinn aftur einhverntíman til þess að prufa aðrar leiðir í spilun. Kyn, kynþáttur, afstaða til góðs og ills, hvort maður ákveði að vera tæknilega sinnaður eða göldróttur. Þetta hefur allt áhrif á spilun leiksins og ekki bara þegar það kemur að ákveðnum questum eða hvernig fólk heimsins yrðir á þig.

Ég er að spila göldróttan half-elf. Ég er level 37 og hef einbeitt mér að galdraskólum elds, áköllunar (e. summoning), lofts og afls (e. force). Ég get ákallað stóra djöfla og er kominn með fylgju sem er lítill dreki. Ég fleygi öflugum eldkúlum og brátt mun ég geta tvístrað atómum óvina minna.

Vonandi get ég farið að hugsa um plötur ársins bráðum aftur. Ég pantaði mér SEDATIVES og IDLE HANDS (þýska bandið ekki vælupopppönk bandið) LPin sem komu út í ár auk nýju SMALLTOWN og einhverjar 7" með (reyndar keypti ég líka Comalive með WOLFBRIGADE en hún ekki út í ár). U.X. VILEHEADS, SLAVE SCENE o.fl.. Þetta voru allt plötur sem ég hef ekki heyrt ennþá þannig að ég vona innilega að þær komist á listann.

No comments:

Post a Comment