Friday, April 16, 2010

Norn


Ég og Alexandra, kærastan mín stofnuðum band í fyrra þegar við sáum fram á að hafa ekki nóg að gera í drungapaunk geiranum vegna pásu hjá TENTACLES OF DOOM. Ég samdi nokkur lög og við fengum svo Þóri sem er með mér í fullt af hljómsveitum til að taka okkur upp og spila á gítar og bassa. Við tókum upp tvisvar eða þrisvar, náðum að taka upp þónokkur lög en kláruðum aðeins örfá. Þar sem við sáum ekki fram á að ná að setja saman tónleikaband ákváðum við að salta þetta og ef við keyrum þetta í gegnum aftur síðar verður það með öðru sniði.

Mig langaði að einhver myndi heyra þetta dót einhverntíman þannig að ég setti saman smá internet EP sem hægt er að sækja frítt. Ef þér finnst blanda af Christian Death, Wipers og Vonbrigði flutt með klunnalegum söng hljóma eins og góð skemmtun, endilega sækið ykkur eintak hér: http://www.mediafire.com/?zlaz2fzzyy3

No comments:

Post a Comment