Friday, July 23, 2010
Friday, May 7, 2010
Í bíó
Loksins gengu þau af stað. Ég beið í nokkrar sekúndur og byrjaði þá að ganga rösklega í átt að salnum. Ég passaði mig að halda mig örugglega úr sjónlínu þeirra, því allar hettur heimsins geta ekki falið mörgæsalegt göngulag mitt. Ég vissi að ef ég kæmist að stiganum þá væri ég hólpinn. Þau myndu aldrei kalla í mig á ferð inn. Við þekkjumst ekki það vel. Ég leit útundan mér og sá þau hvergi. Þetta tókst. Ég var kominn inn í salinn án þess meira að segja að þurfa að heilsa vandræðalega með flóttalegu augnaráði. Án þess að upplifa hikið sem óvissan um hvort viðeigandi sé að tala saman núna, veldur. Svo var myndin líka þrusufín.
Monday, May 3, 2010
KRUNCHIES - In De Winkel LP
STATUES - Holiday Cops LP
REGULATIONS - To Be Me LP
HOMOSTUPIDS - The Intern LP
LIMP WRIST - s/t LP (nýrri)
KYKLOOPPIEN SUKUPUUTTO - s/t LP
NIGHT FEVER - New Blood LP
MINOR THREAT - Out of Step 12"
LOKUM - s/t 12"
STATUES - We're Disparate 7"
DE HØJE HÆLE - Franskbrød CASS
Ég fann ekki nýju MASSHYSTERI, sem er frekar mikill bömmer. Ég verð víst að panta hana af netinu. Ég leit við í Overdrevet sem er nýja Ungdomshuset. Þar sá ég STATUES og SMALLTOWN. Það var frekar geðveikt.
Friday, April 16, 2010
Norn
Ég og Alexandra, kærastan mín stofnuðum band í fyrra þegar við sáum fram á að hafa ekki nóg að gera í drungapaunk geiranum vegna pásu hjá TENTACLES OF DOOM. Ég samdi nokkur lög og við fengum svo Þóri sem er með mér í fullt af hljómsveitum til að taka okkur upp og spila á gítar og bassa. Við tókum upp tvisvar eða þrisvar, náðum að taka upp þónokkur lög en kláruðum aðeins örfá. Þar sem við sáum ekki fram á að ná að setja saman tónleikaband ákváðum við að salta þetta og ef við keyrum þetta í gegnum aftur síðar verður það með öðru sniði.
Mig langaði að einhver myndi heyra þetta dót einhverntíman þannig að ég setti saman smá internet EP sem hægt er að sækja frítt. Ef þér finnst blanda af Christian Death, Wipers og Vonbrigði flutt með klunnalegum söng hljóma eins og góð skemmtun, endilega sækið ykkur eintak hér: http://www.mediafire.com/?zlaz2fzzyy3
Tuesday, April 13, 2010
Ekki gleyma að slamma
Í endalausum rifrildum hægri og vinstri manna hafa hægri menn gjarnan ásakað vinstri menn um barnalega einfeldni. Á sama tíma væla menn um "ölmusur" sem gera fátækum lífið auðveldara. Þeim finnst það ósanngjarnt. Sumir tapa, aðrir vinna. Ósanngjarnt eða ekki, þá er verið að tala um líf fólks. Það eina sem það fær. Hættiði að væla, takk.
Það er komin út ný plata með hljómsveitinni MASSHYSTERI. Platan ber nafn hljómsveitarinnar og kom út á Ny Våg. Á nyvag.com er að finna lagið Dom Kan Inte Höra Musiken sem er frekar geðveikt. Aðeins þægilegra kannski en lögin á Vår Del Av Stan en frekar kúl samt sem áður. Ég fer til Danmerkur í lok apríl og er að vonast til að geta nælt mér í eintak í Repo Man ásamt eintaki af nýju REGULATIONS sem kom einmitt líka út á Ny Våg. Annars er heitasta útgáfa 2010 nýja HOMOSTUPIDS þröngskífan, Night Deacon. Hún er skrýtin og brjáluð. Þeir minna mig á einhvern undarlegan hátt á HERRA MÖLLER HERRA MÖLLER. Lélegur húmor en aldrei Fræbbblað. Lo-fi góðgæti. Kúl lagasmíðar.
Vonbrigði ársins eru klárlega þau að DE HØJE HÆLE platan hefur frestast endalaust og verður ekki komin út fyrr en í júní. Hins vegar kemur LOKUM 12" út núna 17. apríl á Hjernespind og ég er frekar spenntur fyrir henni. Mér skilst að þetta séu lög sem voru tekin upp á sama tíma og þeirra efni fyrir deiliskífuna með GORILLA ANGREB.
Íslendingar munu líklegast allir hoppa hæð sína af kæti þegar þeir heyra að Paradísarborgarplötur eru að vinna í að gefa út slatta af útgáfum núna í vor og í sumar. Flest allt á kassettu og flest allt leiðinlegt. Við stefnum á að verða leiðinlegasta útgáfa Íslandssögunnar. Engin breakdown, ekkert slamm, ekkert "pro", enginn í fíling. Bara góð lög og lélegt sánd. THE DEATHMETAL SUPERSQUAD er með tvær útgáfur væntanlegar. Platan Slowly We Rock sem kemur út á vínyl í sumar sem mun innihalda nokkur ný lög og nokkur gömul en allt nýjar upptökur. Svo í vor kemur út kassetta sem mun heita Two Guys, a Guy and a Pizza Place. Hún inniheldur upptökur frá 2007 eða 2008 eða eitthvað sem við tókum upp í æfingarhúsnæði. Öll lögin voru samin á staðnum eða ekki samin yfir höfuð. Drone-skotið indie rokk.
Ég er farinn.
SLAMM!
Tuesday, February 9, 2010
Þriðji þáttur
Garage pönk er líka búið að vera mjög hipp seinustu ár og aftur kvarta ég ekki. Platan Fake Surfers með hljómsveitinni INTELLIGENCE er t.d. ein af ávöxtum garage bylgjunnar sem ég er búinn að vera að hlusta mjög mikið á. Grípandi poppað lo-fi pönk rokk í bland við skemmtilegar upptökutilraunir.