Úr CULT RITUAL krúinu kemur hljómsveitin MERCHANDISE. Þeir gáfu út sjálftitlaða þröngskífu á útgáfu CULT RITUAL manna, Cult Maternal. Þetta er annað stórvirki ársins 2009 og ég er búinn að hlusta mikið á þessa plötu. MERCHANDISE er oftast lýst sem síðpönki (post-punk) og í Maximum Rock 'N' Roll viðtalinu við CULT RITUAL var þeim lýst sem straight edge BIRTHDAY PARTY. Ég heyri vel síðpönk áhrifin en mér finnst Washington D.C. emo tíunda áratugarins ekki síður vera öflugt karaktereinkenni í tónlist MERCHANDISE. Þá sérstaklega JAWBOX. Platan er grípandi og bæði söngmelódíurnar og hljóðfæralínurnar ná heljartaki á athygli minni í hvert sinn sem ég set þetta meistarastykki á. Góðmennin hjá Cult Maternal bjóða upp á ókeypis niðurhal á þessari plötu ásamt fleirum á heimasíðu sinni á http://cultmaternal.blogspot.com/.Jæja þetta er orðið ágætt í bili. Fleiri plötur ársins næst. Fylgist með.
*Þungapönk er mín þýðing á hardcore eða hardcore punk. Harðkjarni finnst mér bæði full mikið „he-he“ og svo hafa íslenskir fjölmiðlar eiginlega drepið niður alla merkingu þessa orðs. Nu-metal bönd á borð við VÍGSPÁ og SPITSIGN hafa verið bendluð við harðkjarna alveg eins og hardcore bönd eins og FIGHTING SHIT og I ADAPT og á þetta orð, harðkjarni, því frekar við senu sem er umdeilanlega ekki til lengur. Allaveganna er hún í talsvert annari mynd í dag en þá.