Það eru alltof margar góðar plötur sem komu út 2009. Ég er ennþá að heyra plötur sem ég gleymdi að tékka á sem ég hefði sett á topp 10 lista ársins.
Þrátt fyrir að þetta kunni að vera tíska, þá þykir mér ekkert leiðinlegt að fá nokkur svona bönd. SMART COPS og THE SHITTY LIMITS eru t.d. tvö bönd sem ég myndi flokka með þessari bylgju og eru bæði í miklu uppáhaldi hjá mér. SOCIAL CIRCKLE eru samt minna pönk rokk heldur en hin tvö böndin og mun meira hardcore. Það er meiri keyrsla og fleiri hjólabrettamelódíur. Þetta er virkilega klikkuð plata og klárlega ein af bestu plötum síðasta árs.

Öll platan finnst mér vera mjög eftirminnileg og hún týnist aldrei í tilraunum heldur fá lögin alltaf að njóta sín og tilraunamennskan nær alltaf að verða mikilvægur hluti af heild laganna.
Það er mikið af svona dóti sem maður heyrir nú til dags en það er eitthvað við þessa plötu. Hún hefur karakter og já... bara virkilega, virkilega góð lög.
Ég hef ekki mikið verið að fylgjast með hvað eigi að koma út í ár en mér skilst að The Red Dons séu með sjötommu sem mun koma út bráðlega og svo plötu í vinnslu. Ég er mjög spenntur. Þessi nýlegri lög sem eru uppi á heimasíðu hljómsveitarinnar (www.reddons.com) lofa öll ótrúlega góðu. Ég gæti alveg trúað þeim til að koma með sprengju ársins. Mér finnst bara synd að það virðist enginn nenna að fylgjast með þeim.